Þrjár Sindrastúlkur kallaðar á landsliðsæfingar

Ungir Sindramenn halda áfram að gera það gott en þrjár stúlkur hafa nú verið kallaðar á landsliðsæfingar í knattspyrnu.

Þær Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa nú verið kallaðar á U17 ára landsliðsæfingu. Ingibjörg Lúcía og Sigrún Salka Hermannsdóttir voru á U17 ára æfingu ekki fyrir svo löngu síðan. Það er því ljóst að Sindri er með þrjár stúlkur sem eru á blaði landsliðsþjálfara úr þessum árgangi sem er frábært.

María Selma Haseta hefur svo verið kölluðu á U19 ára æfingar næstu helgi. María Selma, sem var besti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Sindra í sumar, vann sér fast sæti í U19 ára liðinu núna í haust og spilaði alla leiki liðsins í riðilsins i í undankeppni  Evrópumótsins.

Það er því ljóst að ungu leikmennirnir hjá Sindra eru að minna á sig og vonandi fylgja þeim bara fleiri eftir.

Heimasíða Umf. Sindra greindi frá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *