Æfingatímar í Laugardalshöllinni fyrir sambandsaðila og félög þeirra

Laugardalshöllin (Mynd: Sigurður Óskar Jónsson)
Laugardalshöllin (Mynd: SÓJ)

Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að bjóða sambandsaðilum og félögum þeirra upp á aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í vetur. Tíminn sem um ræðir er á mánudagskvöldum frá kl. 20-22. Með þessu gefst sambandsaðilum og félögum þeirra kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar að þeir eru á ferðinni í borginni.

Þegar frjálsíþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllina þarf að gefa upp frá hvaða sambandsaðila eða félagi viðkomandi kemur frá. Allar nánari upplýsingar er gefnar í Þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða í tölupósti á umfi@umfi.is

Heimasíða UMFÍ greindi frá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *