Reglugerð um kjör íþróttamanns USÚ

  1. Á ársþingi ár hvert skal kjöri íþróttamanns ársins lýst.
  2. Stjórn USÚ skal bera ábyrgð á kjörinu.
  3. Stjórn USÚ óskar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum nokkru áður en að kjörinu kemur.
  4. Heimilt er að kjósa hvern þann íþróttamann sem fullnægir öllum eftirfarandi skilyrðum:
    1. Er skráður félagi í aðildarfélagi USÚ.
    2. Keppir í íþrótt sinni fyrir hönd USÚ eða aðildarfélög þess.
    3. Er íslenskur ríkisborgari eða hefur búið og starfað á Íslandi um árabil.
  5. Íþróttamaður USÚ fær afhentan verðlaunagrip til eignar.
  6. Stjórn USÚ getur einnig veitt öðrum sem koma þykja til greina, hvatningarverðlaun USÚ. Þeir sem þau hljóta, fá einnig afhenta verðlaunagripi til eignar.

Þessi reglugerð var upphaflega samþykkt á 83. ársþingi USÚ, 17. mars 2016.

Síðast breytt á stjórnarfundi 22. apríl 2024.