Reglur um skiptingu lottótekna innan USÚ
1. grein – Skipting tekna
15% – USÚ
5% – Styrktar- og afrekssjóður USÚ
Það sem eftir stendur skiptist á milli félaga í þessum hlutföllum:
58% – Ungmennafélagið Sindri
9% – Ungmennafélagið Máni
9% – Golfklúbbur Hornafjarðar
9% – Hestamannafélagið Hornfirðingur
5% – Ungmennafélag Öræfa
5% – Skotfélag Austur-Skaftafellssýslu
5% – Akstursíþróttafélag Austur-Skaftafellssýslu
2. grein – Skilyrði fyrir úthlutun
Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að félag geti fengið úthlutað lottói:
- Skila verður starfsskýrslu, þ.m.t. ársreikningi og félagatali, til ÍSÍ og UMFÍ eigi síðar en á útgefnum skiladegi.
- Halda verður aðalfund í félaginu og skila fundargerð inn til USÚ fyrir ársþing USÚ hvert ár.
- Félagið verður að senda a.m.k. helming þeirra fulltrúa sem það á rétt á á ársþing USÚ.
Sé eitthvert þessara skilyrða óuppfyllt, fellur úthlutun niður hjá hlutaðeigandi félagi það árið. Úthlutun sem fellur niður deilist á önnur aðildarfélög samkvæmt 1. gr.
Lottó er greitt út tvisvar á ári, að jafnaði í janúar og júlí.
Reglum þessum má einungis breyta á ársþingi með 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Þessum reglum var síðast breytt á 89. ársþingi USÚ, í Golfskálanum á Höfn 7. apríl 2022.