Reglur um skiptingu lottótekna

Reglur um skiptingu lottótekna innan USÚ

1. grein – Skipting lottótekna USÚ

    Af heildinni fara:

  • 15% til USÚ
  • 5% í Styrktar- og afrekssjóður USÚ
  • 80% til aðildarfélaga

2. grein – Skipting lottótekna til aðildarfélaga USÚ

  • 20% er skipt jafnt
  • 40% er skipt eftir fjölda iðkenda á aldursbilinu 6-16 ára
  • 20% er skipt eftir fjölda annarra iðkenda
  • 20% ef skipt eftir félagsmannafjölda

Tölur yfir iðkendur og félagsmenn miðast við síðustu starfsskýrsluskil á undan.

3. grein – Skilyrði fyrir úthlutun

Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að félag geti fengið úthlutað lottói:

  1. Skila verður starfsskýrslu, þ.m.t. ársreikningi og félagatali, til ÍSÍ og UMFÍ eigi síðar en á útgefnum skiladegi.
  2. Halda verður aðalfund í félaginu og skila fundargerð inn til USÚ fyrir ársþing USÚ hvert ár.
  3. Félagið verður að senda a.m.k. helming þeirra fulltrúa sem það á rétt á á ársþing USÚ.

Sé eitthvert þessara skilyrða óuppfyllt, fellur úthlutun niður hjá hlutaðeigandi félagi það árið. Úthlutun sem fellur niður deilist á önnur aðildarfélög samkvæmt 1. og 2. gr.

4. grein – Ný aðildarfélög

Ný aðildarfélög USÚ fá fyrst úthlutað lottófé skv. reglugerð þessari eftir að öllum ofangreindum skilyrðum hefur verið fullnægt og að liðin séu a.m.k. tvö ár frá inngöngu þeirra.

5. grein – Um úthlutun

Lottó er greitt út tvisvar á ári, að jafnaði í janúar og júlí.

 

Reglum þessum má einungis breyta á ársþingi með 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Þessum reglum var síðast breytt á 90. ársþingi USÚ, 23. mars 2023.

Eitt svar við “Reglur um skiptingu lottótekna”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *