Íþróttamaður USÚ 2013

Stjórn USÚ ákvað á fundi á síðasta ári að veita íþróttamanni ársins framvegis verðlaun á ársþingi.  Verðlaunin hafa verið veitt á 17. júní hátíðahöldum á Höfn undanfarin ár.  Helstu rökin fyrir breytingunni eru þau að þá þyki ansi seint að veita verðlaun fyrir afrek sem eru að minnsta kosti hálfs árs gömul og reyndar oft  meira en ársgömul.

Íþróttamaður ársins árið 2013 var valin Maria Selma Haseta.  Maria Selma, sem er fædd árið 1995, var máttarstólpi kvennaliðs Sindra sumarið 2013 og skoraði m.a. rúmlega helming marka liðsins.  Hún var einnig valin besti leikmaður kvennaliðs Sindra sumarið 2013.  Þá var hún valin í undir 19 ára landslið Íslands og spilaði fyrir það þrjá leiki í undankeppni EM 2014, þar af tvo í byrjunarliðinu.

Maria Selma Haseta, íþróttamaður USÚ 2013. (Mynd: SÓJ)
Maria Selma Haseta, íþróttamaður USÚ 2013. (Mynd: SÓJ)

Hefð hefur skapast fyrir því að veita hvatningarverðlaun til einstaklinga eða félaga samhliða vali á íþróttamanni ársins.  Árið 2013 varð María Birkisdóttir fyrir valinu.  María, sem einnig er fædd árið 1995, æfir og keppir í frjálsum íþróttum með Sindra, þá helst í svokölluðum millivegalengdarhlaupum.  Hún var eini keppandi USÚ sem keppti í íþrótt sem felst í því að hreyfa sig, á Landsmóti UMFÍ á Selfossi og varð í öðru sæti bæði í 800 og 1500 metra hlaupum. Hún varð Íslandsmeistari í flokki 18-19 ára í bæði 800 og 1500 m hlaupum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára innanhúss og í öðru sæti í 800 m hlaupi á samskonar móti utanhúss.  Hún varð líka í fyrsta sæti í 800 m hlaupi á Unglingalandsmóti UMFÍ og í öðru sæti í 100 m hlaupi á sama móti.

Hennar aldursflokkur er mjög fámennur á flestum, ef ekki öllum, frjálsíþróttamótum.  Stjórn USÚ var sammála um að veita Maríu hvatningarverðlaunin, þar sem ekki veitir af hvatningu til að halda áfram að keppa við örfáar stelpur, og æfa þar að auki mikið til ein.

María Birkisdóttir hlaut Hvatningarverðlaun USÚ 2013. (Mynd: SÓJ)
María Birkisdóttir hlaut Hvatningarverðlaun USÚ 2013. (Mynd: SÓJ)

Stjórn USÚ óskar þeim báðum til hamingju með árangurinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *