87. ársþing USÚ

87. ársþing USÚ verður haldið í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings, þriðjudaginn 2. júní næstkomandi, klukkan 18:00.  Um fulltrúa á ársþingi segir m.a. í lögum USÚ:

Á ársþingi hafa allir sambandsaðilar málfrelsi og tillögurétt, en aðeins stjórn og fulltrúar atkvæðisrétt. Stjórnin getur boðið öðrum aðilum þingsetu er hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi á ársþingi. Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf.

Alls eiga 46 fulltrúar rétt á setu á þinginu, misjafnlega margir frá hverju félagi.  Þeir sem hafa áhuga á að mæta ættu að hafa samband við stjórn síns félags.

Gögn fyrir þingið (munu birtast hér þegar nær dregur):

87. ársþing USÚ – Ársskýrsla

Tillögur til þings 2020

Ársreikningur USÚ 2019