Máni gefur út Vísi

merki mánaVísir, málgagn Ungmennafélagsins Mána kom út í dag í sjötta sinn í núverandi mynd.  Á upphafsárum sínum gaf Máni út samnefnt blað en það hefur nú komið út undanfarin sex ár, einu sinni á ári, rétt fyrir jól.

Í blaðinu, sem nú er í fyrsta sinn dreift um alla Austur-Skaftafellssýslu, er stiklað á stóru um starfið á liðnum ári.  Fjallað er um leikvöll Mána í Bjarnaneshverfi og saga fundarhússins sem stóð við hann er rakin.  Pistill um knattspyrnudeild Mána auk kynningar á ungskáldi sem hefur talsverða tengingu við Mána, er í blaðinu.  Þá er yfirlit yfir viðburði í Nesjum í kringum jól og áramót að finna í blaðinu.

Mánamenn stefna að því að fara í árlega vetrargöngu sína milli hátíða.  Yfirleitt hefur verið farið frá Mánagarði kl. 13:00, 30. desember.  Á síðasta ári mættu þó frekar fáir, enda 30. desember á þriðjudegi.  Því var ákveðið að hafa gönguna í ár sunnudaginn 27. desember kl. 13:00, en ef eitthvað breytist, (veðrið getur t.d. sett strik í reikninginn), þá verður það auglýst á facebook síðu Mána.  Aftarlega í blaðinu eru nokkrar gátur sem menn geta spreytt sig á þangað til.  Svörin verða gerð opinber að lokinni göngunni.  Alveg aftast eru gáturnar frá því fyrra birtar aftur og svörin við þeim.

Blaðið ætti að berast inn á öll heimili í Austur-Skaftafellssýslu í dag eða á morgun, en þeir sem geta ekki beðið geta lesið blaðið hér: Vísir 1 tbl 2015 (pdf skjal, 305 kb)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *