Heiðranir á 87. ársþingi USÚ

Íþróttamaður USÚ var útnefndur á ársþinginu. Einnig hlutu fjórir ungir og efnilegir íþróttamenn hvatningarverðlaun.

Íþróttamaður USÚ árið 2019 er Þorlákur Helgi Pálmason.

Þorlákur Helgi Pálmason er fyrirliði meistaraflokks karla og algjör lykilmaður bæði innan vallar sem utan. Helgi, eins og hann er yfirleitt kallaður, er metnaðarfullur og hefur lagt hart að sér í gegnum árin. Þrátt fyrir erfið meiðsli að undanförnu gefur hann allt í fótboltann, hann mætir á allar æfingar og hjálpar til við allt sem þarf að gera. Hann er frábær fyrirmynd fyrir strákana í liðinu og heldur móralnum uppi. Það þyrftu allir að hafa einn Þorlák Helga í liðinu sínu.

Þorlákur Helgi Pálmason, íþróttamaður USÚ 2019 og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ. (Mynd: SÓJ)

Hvatningarverðlaun hlutu:

Freyr Sigurðsson er ungur og efnilegur strákur sem er a yngra ári í 3. flokki karla hjá Sindra. Hann er duglegur og leggur sig allan fram á æfingum. Í byrjun mars var Freyr valinn í 29 manna æfingahóp U15 ára landsliðsins. Hann stóð sig vel á æfingunum og var Sindramönnum til sóma. Freyr kom inná í æfingaleik meistaraflokks Sindra fyrir síðustu helgi og gaf leikmönnum meistaraflokks ekkert eftir þrátt fyrir ungan aldur.

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ og Freyr Sigurðsson. (Mynd: SÓJ)

Hermann Þór Ragnarsson er ungur efnilegur fótboltamaður sem er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki karla, hann kom við sögu í nokkrum leikjum hjá meistaraflokki á seinasta tímabili þrátt fyrir ungan aldur. Hermann leggur hart ađ sér innan vallar sem utan og sýnir það að hann á fullt erindi í meistaraflokk karla.

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ og Hermann Þór Ragnarsson. (Mynd: SÓJ)

Kjartan Jóhann R. Einarsson er mjög duglegur drengur. Hann er ávallt tilbúinn að hjálpa til međ hvaða verkefni sem er. Hann var meðal annars valinn Sindramađur ársins í fyrra fyrir metnað og dugnaðarsemi í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Kjartan er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og er framtíðin björt hjá honum.

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ og Kjartan Jóhann R. Einarsson. (Mynd: SÓJ)

Selma Ýr Ívarsdóttir er efnileg frjálsíþróttakona sem sýnir einstakan metnað við æfingar sínar. Hún mætir á allar æfingar og tekur þátt í öllu sem viðkemur frjálsíþróttadeildinni og er afar góð fyrirmynd. Selma varð m.a.  í 1. sæti í 80m grindahlaupi og 3. sæti í 800m hlaupi á Unglingalandsmótinu 2019 og ofarlega í þeim keppnisgreinum sem hún tók þátt í. Selma gat því miður ekki verið viðstödd, en Anna Björk Kristjánsdóttir, móðir Selmu, tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.

Sigurður Guðni Hallsson hefur undanfarin ár einn af máttárstólpum í meistaraflokki Sindra í körfuknattleik þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur vaxið ár frá ári sem leikmaður og nú tvö síðastliðin ár verið valinn varnarmaður ársins hjá Sindra. Einnig er hann þekktur fyrir að gefa alltaf 110% í leikinn og vera fyrirmynd utan sem innan vallar.

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ og Sigurður Guðni Hallsson. (Mynd: SÓJ)

Allir handhafar hvatningarverðlauna auk íþróttamanns USÚ 2019. Frá vinstri: Sigurður Guðni, Hermann Þór, Freyr, Þorlákur Helgi og Kjartan Jóhann. Á myndina vantar Selmu Ýr Ívarsdóttur. (Mynd: SÓJ)