Umsóknir í Styrktar- og afrekssjóð USÚ – 2024

Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ.

Merki USÚ

Umsóknum má skila í tölvupósti á usu@usu.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 10. júní 2024.

Til að auðvelda sjóðsstjórn vinnu við afgreiðslu umsókna þurfa eftirfarandi hlutir að koma fram í umsókn:

  1. Hver sækir um.
  2. Stutt lýsing á því hvers vegna sótt er um.
  3. Upphæð sem óskað er eftir.
  4. Bankaupplýsingar (reikningsnúmer og kennitala).

Ef sótt er um vegna sérstakra verkefna, þarf auk framangreindra atriða að taka fram:

  1. Áætlaður kostnaður.
  2. Hyggst umsækjandi sækjast eftir styrkjum annars staðar?

Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.

Athugið að þeir sem þegar hafa sent inn umsókn þurfa ekki að gera það aftur.