Heimsókn til Noregs

Um síðastliðna helgi héldu tveir fulltrúar USÚ ásamt u.þ.b. 40 manna hópi á vegum UMFÍ og aðildarfélaga þess til Noregs þar sem íþróttahéraðið Viken var heimsótt. Viken er fjölmennasta íþróttahérað Noregs sem eru alls 11 talsins. Innan Viken búa um 1,2 milljónir íbúa og myndar það kraga utan um Óslóarborg.

Gæti verið mynd af 10 manns, people standing og innanhúss
Kynning á Viken – Mynd: UMFÍ

Íslenski hópurinn fékk góða kynningu á héraðssambandinu sjálfu sem og starfsemi þess í Íþróttaháskóla Noregs og einnig var farið yfir hvernig íþróttahéraðið fer að því að nálgast jaðarhópa. Þá tók íslenski hópurinn einnig samantektarfund þar sem farið var yfir stöðu mála innan okkar raða.

Gæti verið mynd af útivist og Texti þar sem stendur "NORGES IDRETTSHOGS n LT"
Íþróttaháskóli Noregs

Ferðin heppnaðist vel í alla staði og komum við heim með fullan bakpoka af tólum og tækjum sem við getum hæglega nýtt okkur hér í okkar íþróttahéraði. Að fara í ferð sem þessa styrkir líka enn frekar tengslanetið innan íþróttahreyfingarinnar.

Gæti verið mynd af 2 manns, people standing og innanhúss
Fulltrúar USÚ í ferðinni voru Sigurður Óskar Jónsson og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir