Nú er loksins að koma upp ný og glæsileg heimasíða USÚ, en stefnt hefur verið að því um nokkurt skeið eftir að síðasta síða varð ógæfumönnum að bráð. Efnið á síðunni er allt í vinnslu enn sem stendur en stefnt er að því að setja inn það helsta, þ.e.a.s. lista yfir aðildarfélög, lög og reglugerðir sem USÚ starfar eftir og ágrip af sögu USÚ á næstu dögum. Stjórnarmenn eru líka að læra á kerfið jafnóðum. Fylgist með!