Nýtt netfang USÚ

Ungmennasambandið Úlfljótur er nú komið með nýtt netfang, usu@usu.is.
Ástæður þess eru nokkrar, en tölvupóstur USÚ hefur verið vistaður hjá Sveitarfélaginu Hornafirði a.m.k. undanfarin 12 ár. Nú hafa orðið breytingar á netmálum sveitarfélagsins og því var ákveðið að skipta um netfang. Ef þið eruð með gamla netfangið skráð hjá ykkur, þá er best að breyta því sem fyrst í usu@usu.is, enda óvíst hversu lengi gamla netfangið verður virkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *