Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í tölvupósti á usu@usu.is, eða skriflega í Heklu, Hafnarbraut 15. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 14. desember. Til að auðvelda sjóðsstjórn vinnu við afgreiðslu umsókna þurfa eftirfarandi hlutir að koma fram í umsókn: Hver sækir um. Stutt lýsing á því […]
Heiðranir á 87. ársþingi USÚ
Íþróttamaður USÚ var útnefndur á ársþinginu. Einnig hlutu fjórir ungir og efnilegir íþróttamenn hvatningarverðlaun. Íþróttamaður USÚ árið 2019 er Þorlákur Helgi Pálmason. Þorlákur Helgi Pálmason er fyrirliði meistaraflokks karla og algjör lykilmaður bæði innan vallar sem utan. Helgi, eins og hann er yfirleitt kallaður, er metnaðarfullur og hefur lagt hart að sér í gegnum árin. […]
87. ársþingi USÚ lokið
Ársþing USÚ, það 87. í röðinni fór fram í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings síðastliðinn þriðjudag, 2. júní. Þingið var vel sótt, 38 fulltrúar af 46 mættu og öll félög sendu fulltrúa. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Óvenjulegar aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu á undanförnum vikum og mánuðum. Ein birtingarmynd […]
87. ársþing USÚ
87. ársþing USÚ verður haldið í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings, þriðjudaginn 2. júní næstkomandi, klukkan 18:00. Um fulltrúa á ársþingi segir m.a. í lögum USÚ: Á ársþingi hafa allir sambandsaðilar málfrelsi og tillögurétt, en aðeins stjórn og fulltrúar atkvæðisrétt. Stjórnin getur boðið öðrum aðilum þingsetu er hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er félagi innan sambandsins […]
Umsóknir í Styrktar- og afrekssjóð USÚ 2019
Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í tölvupósti á usu@usu.is, eða skriflega í Heklu, Hafnarbraut 15. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 22. nóvember. Rétt er að geta þess að þetta er eina úthlutun ársins. Til að auðvelda sjóðsstjórn vinnu við afgreiðslu umsókna þurfa eftirfarandi hlutir að […]
Frábært Unglingalandsmót á Höfn
Það fór sennilega framhjá fæstum að Unglingalandsmót UMFÍ fór fram hér á Höfn um verslunarmannahelgina. Um það bil þúsund keppendur tóku þátt og má reikna með að um 4-5 þúsund manns hafi verið í bænum vegna mótsins. Keppt var í hinum ýmsu greinum og alls voru 21 grein í boði. Metþátttaka var í greinum á […]
22. Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. […]
Heiðranir á 86. ársþingi USÚ
Íþróttamaður USÚ var útnefndur á ársþinginu. Einnig hlutu fjórir ungir og efnilegir íþróttamenn hvatningarverðlaun. Íþróttamaður USÚ árið 2018 er Hallmar Hallsson. Hallmar Hallsson er uppalinn Hornfirðingur. Hann byrjaði ungur að stunda körfuknattleik með Sindra og var ekki margra vetra þegar hann var farinn að láta til sín taka með meistaraflokki félagsins. Hallmar hefur nánast alla […]
86. ársþingi USÚ lokið
Ársþing USÚ, það 86. í röðinni fór fram í Heklu, nýju félagsheimili ungmennafélagsins Sindra í gær, 27. mars. Þingið var ágætlega sótt, 33 fulltrúar af 46 mættu frá flestum félögum. Því miður mætti enginn frá Hestamannafélaginu Hornfirðingi. Áður en þingið var sett, minntist Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, tveggja félaga sem féllu frá á árinu […]
86. ársþing USÚ
86. ársþing USÚ verður haldið í Heklu, nýju félagsheimili Umf. Sindra, Hafnarbraut 15 á Höfn, miðvikudaginn 27. mars næstkomandi, klukkan 18:00. Um fulltrúa á ársþingi segir m.a. í lögum USÚ: Á ársþingi hafa allir sambandsaðilar málfrelsi og tillögurétt, en aðeins stjórn og fulltrúar atkvæðisrétt. Stjórnin getur boðið öðrum aðilum þingsetu er hún telur ástæðu til. Aðeins sá […]