Forvarnarstefna

Forvarnarstefna Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ)

Markmið með forvarnarstefnu USÚ er að ungmenni finni sér heilbrigð áhugamál og lífsstíl og telji sjálfsagt að sniðganga tóbak, áfengi og önnur vímuefni. USÚ tekur mjög skýra afstöðu gegn neyslu allra vímuefna í tengslum við íþróttir. Í stefnuyfirlýsingunni er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna sem og neyslu hormónalyfja sem tekin eru án tilvísunar frá lækni.

USÚ hvetur aðildarfélög sín til að vinna að forvörnum í starfi sínu. Móta starfsreglur og aðgerðaráætlun um hvernig tekið skuli taka á, ef til kemur, neyslu vímuefna ungmenna á vettvangi íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar.

USÚ hvetur aðildarfélög sín til að taka einarða afstöðu gegn neyslu vímuefna í tengslum við íþróttastarfsemi og aðra viðburði þar sem börn og unglingar taka þátt.

USÚ hvetur aðildarfélög sín til að fara í einu og öllu eftir landslögum er varða áfengi, tóbak og önnur vímuefni.  Öll neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð á meðal iðkenda, þjálfara, fararstjóra, annarra félagsmanna og aðila í tengslum við æfingar, fjölskyldumót, keppnir og ferðir á vegum USÚ og aðildarfélaga þess.

Áfengis- og/eða tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþrótta- og félagsstarf  USÚ ,s.s.

  • áfengissala í tengslum við íþróttakeppnir
  • reykingar og munntóbaksneysla á íþróttasvæðum og ferðum
  • áfengis- eða tóbaksauglýsingar á eða við velli í íþróttahúsum eða á búningum
  • ólöglega stera notkun til aukinna afkasta í íþróttum.

USÚ hvetur til aukinnar fræðslu og umfjöllunar um áhrif og skaðsemi á notkun vímuefna og gildi þess að tileinka sér heilbrigðan lífstíl.

USÚ hvetur aðildarfélög sín til að auka valmöguleika í íþrótta- og félagsstarfi barna og unglinga og tryggja þannig að þau fái tækifæri til að stunda íþróttir og/eða félagsstarf í samræmi við sínar þarfir, getu og áhuga án sérstakrar áherslu á keppni.

USÚ hvetur afreksfólk í íþróttum til að vera ávallt fyrirmyndir barna og unglinga.

USÚ leggur áherslu á að hópar og einstaklingar á vegum sambandsins og aðildarfélaga beri virðingu fyrir umhverfi sínu, eigum sínum og annarra.

USÚ hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að virða náttúru Íslands og fara eftir landslögum um akstur utan vega.

 

Samþykkt á ársþingi USÚ 2011.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *