80. ársþingi USÚ lokið

Ungmennasambandið Úlfljótur hélt ársþing sitt í Pakkhúsinu á Höfn í fyrradag, 15. apríl.  Rétt til setu á þinginu áttu 44 fulltrúar frá sjö félögum, auk stjórnar og gesta.  Alls mættu 37 fulltrúar frá félögunum sem þykir góð mæting í ljósi þess að einungis mættu 28 fulltrúar á síðasta þing.  Árið 2012 var viðburðarríkt eins og lesa má í skýrslu stjórnar hérna neðst í fréttinni.  Í henni eru líka skýrslur frá öllum aðildarfélögum nema reyndar Skotfélaginu.  USÚ hélt Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum um sumarið, sem þótti takast mjög vel.  Það var góð æfing fyrir sumarið 2013, því eins og flestir vita heldur USÚ Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2013.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ flutti ávarp á þinginu og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri mætti einnig fyrir hönd UMFÍ.  Helga lauk máli sínu á því að veita Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, starfsmerki UMFÍ.  Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ mætti einnig og flutti ávarp.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitti Ásgrími Ingólfssyni, formanni UMF. Sindra, starfsmerki UMFÍ.  (Mynd: Valdemar Einarsson)
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitti Ásgrími Ingólfssyni, formanni UMF. Sindra, starfsmerki UMFÍ. (Mynd: Valdemar Einarsson)

Á þinginu voru samþykktar nokkrar tillögur.  Í fyrsta lagi að skipa nefnd sem í verða stjórn USÚ og einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi sem tekur þátt í Unglingalandsmótinu 2013.  Henni er falið að ákveða hvernig skuli skipta mögulegum afgangi af rekstri mótsins, með þeim fyrirvara að hann verði einhver.  Þá var samþykkt að fela stjórn að sækja um að fá að halda Landsmót 50+ árið 2015.  Rekstrarniðurstaða USÚ var jákvæð og var meðal annars þess vegna samþykkt að keppnisgjöld keppenda USÚ á Unglingalandsmótinu 2013 verði greidd úr sjóðum USÚ.  Þar með er hvatt til þess að sem flestir keppendur sjái sér fært að taka þátt.

Að lokum skal geta þess að Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, ritari USÚ, lét af störfum eftir sex ára veru í stjórn og Páll Róbert Matthíasson kom inn í staðinn.  Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort hann verði sjálfkrafa ritari eða að stjórnin skipti verkum með sér á annan hátt.  Ólöfu Þórhöllu eru hér með færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar.

80.þing USÚ – ársskýrsla

Þingfulltrúar á 80. ársþingi USÚ.  Matthildur Ásmundardóttir í pontu.  (Mynd: Valdemar Einarsson)
Þingfulltrúar á 80. ársþingi USÚ. Matthildur Ásmundardóttir í pontu. (Mynd: Valdemar Einarsson)

Ársþing USÚ

80. ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts verður haldið í Pakkhúsinu á Höfn 15. apríl næstkomandi klukkan 18:00.  Um fulltrúa á ársþingi segir m.a. í lögum USÚ:

Á ársþingi hafa allir sambandsaðilar málfrelsi og tillögurétt, en aðeins stjórn og fulltrúar atkvæðisrétt. Stjórnin getur boðið öðrum aðilum þingsetu er hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er félagi innan sambandsins er kjörgengur fulltrúi á ársþingi. Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði. Allir þingfulltrúar skulu hafa kjörbréf.

Alls eiga 44 fulltrúar rétt á setu á þinginu, misjafnlega margir frá hverju félagi.  Þeir sem hafa áhuga á að mæta ættu að hafa samband við stjórn síns félags.

IMG_0857
Mynd frá 80 ára afmælishátíð USÚ 30. september 2012. Frá vinstri: Matthildur Ásmundardóttir formaður USÚ, Helga Vilborg Sigjónsdóttir, Hreinn Eiríksson, Ásmundur Gíslason og Ari Guðni Hannesson, öll fyrrverandi formenn USÚ.

 

Ný og endurbætt heimasíða USÚ

Merki USÚNú er loksins að koma upp ný og glæsileg heimasíða USÚ, en stefnt hefur verið að því um nokkurt skeið eftir að síðasta síða varð ógæfumönnum að bráð.  Efnið á síðunni er allt í vinnslu enn sem stendur en stefnt er að því að setja inn það helsta, þ.e.a.s. lista yfir aðildarfélög, lög og reglugerðir sem USÚ starfar eftir og ágrip af sögu USÚ á næstu dögum.  Stjórnarmenn eru líka að læra á kerfið jafnóðum.  Fylgist með!