Íþróttamaður USÚ 2014

Á 82. ársþingi USÚ sem fram fór í Mánagarði í Nesjum 26. mars síðastliðinn var veitt viðurkenning til íþróttamanns USÚ árið 2014.  Þar að auki fengu þrjú ungmenni sem þótt hafa staðið sig vel á árinu viðurkenningu og hvött til áframhaldandi velgengni.

Íþróttamaður USÚ árið 2014 er María Birkisdóttir.

María er fædd árið 1995.  Hún hefur stundað íþróttir alla ævi, bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Fyrir fáum árum ákvað hún að einbeita sér að frjálsum enda þá orðin efnileg í hlaupum. Það þarf mikla elju og sjálfsaga til að stunda frjálsar á Hornafirði í litlum árgöngum. Maríu hefur tekist það og oft hefur hefur hún verið ein í árgangi. Nú um síðustu áramót tók María þá ákvörðun að skipta yfir í ÍR þar sem hún nýtur leiðsagnar færustu frjálsíþrótta- og hlaupaþjálfara landsins.
Helstu afrek Maríu á árinu 2014 voru þessi:
– Íslandsmeistari 18-19 ára í 800 m og 1500 m hlaupi úti og inni.
– Íslandsmeistari í 800 m og 5000 m hlaupi í fullorðinsflokki.
– Annað sæti í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu.
– Fast pláss í landsliðshóp FRÍ.

María sá sér því miður ekki fært að mæta til að taka við viðurkenningunni að svo stöddu en hún verður afhent við gott tækifæri síðar.  Við birtum þá mynd þegar að því kemur.

Hvatningarverðlaun hlutu:
Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir, fædd 1998, fyrir góðan árangur í knattspyrnu en Ingibjörg hefur keppt fyrir U17 landslið kvenna ásamt því að vera fastamaður í æfingahóp landsliðsins.

Ingibjörg Lúcía hlaut hvatningarverðlaun USÚ 2014. (Mynd: SÓJ)
Ingibjörg Lúcía hlaut hvatningarverðlaun USÚ 2014. (Mynd: SÓJ)

Ingibjörg Valgeirsdóttir, fædd 1998, fyrir góðan árangur í knattspyrnu en Ingibjörg er efnilegur markmaður. Hún hefur keppt fyrir U17 landslið kvenna líkt og nafna hennar og sömuleiðis verið fastamaður í æfingahóp landsliðsins. Ingibjörg gat því miður ekki mætt, en viðurkenningunni hefur verið komið til hennar.

Gísli Þórarinn Hallsson, fæddur 1999, fyrir góðan árangur í körfubolta og knattspyrnu en hann hefur verið í æfingahópi hjá U16 landsliðinu í körfubolta og Gísli er jafnframt efnilegur markmaður í knattspyrnu. Gísli Þórarinn gat því miður ekki mætt, en Hallmar bróðir hans tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *