Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila skriflega í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@usu.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 9. nóvember. Rétt er að geta þess að þetta er eina úthlutun ársins.
Til að auðvelda sjóðsstjórn vinnu við afgreiðslu umsókna þurfa eftirfarandi hlutir að koma fram í umsókn:
- Hver sækir um.
- Stutt lýsing á því hvers vegna sótt er um.
- Upphæð sem óskað er eftir.
- Bankaupplýsingar (reikningsnúmer og kennitölu).
Ef sótt er um vegna sérstakra verkefna, þarf auk framangreindra atriða að taka fram:
- Áætlaður kostnaður.
- Hyggst umsækjandi sækjast eftir styrkjum annars staðar?
Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.