Helgina 17.- 18. október s.l. fór fram 49. sambandsþing UMFÍ. Fjöldi tillagna lágu fyrir þinginu og var meðal annars samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja vinnu við undirbúning á inntöku íþróttabandalaganna í Ungmennafélag Íslands. Þar er t.d. átt við Íþróttabandalag Reykjavíkur með um 50.000 félagsmenn, sem hefur ekki verið aðili að UMFÍ hingað til. Þingið samþykkti einnig nýja umhverfisstefnu UMFÍ, auk þess sem samþykkt var að þátttökugjald á hvern keppanda á unglingalandsmóti skuli vera 7.000 kr. svo eitthvað sé nefnt.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ lét af embætti og Haukur Valtýsson, ungmennafélagi Akureyrar, var kjörinn í hennar stað. Nokkrar aðrar breytingar urðu á stjórn UMFÍ og náði Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri USÚ, m.a. kjöri í varastjórn.
Fulltrúar USÚ á þinginu voru: Páll Róbert Matthíasson, Hulda Laxdal Hauksdóttir, Sigurður Óskar Jónsson og Björn Ármann Jónsson.
Hægt er að lesa þinggerðina hér.
Hægt er að lesa ársskýrslu UMFÍ hér.