Úthlutunarreglur
1. Markmið sjóðsins
Markmið sjóðsins er að tryggja að öll börn, 10 ára og eldri, innan aðildarfélaga Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ), óháð áskorunum eða fötlun, hafi jafnan aðgang að skipulögðu íþróttastarfi.
Sjóðurinn greiðir launagreiðslur aðstoðarþjálfara sem koma inn til félags/deildar til þess að vinna sérstaklega með börnum sem þurfa aukinn stuðning til að geta tekið virkan þátt í æfingum og keppni.
Með þessu er leitast við að stuðla að félagslegri þátttöku, jöfnum tækifærum og jákvæðri reynslu allra barna innan íþróttahreyfingarinnar.
2. Réttur til umsóknar
- Öll aðildarfélög/deildir innan USÚ geta sótt um úthlutun úr sjóðnum.
- Umsóknir skulu berast í gegnum formlegt umsóknareyðublað.
- Hvert félag/hver deild getur sótt um fyrir fleiri en eitt barn, ef þörf krefur.
3. Skilyrði fyrir styrkveitingu
- Aðstoðarþjálfarinn skal starfa með barni/barna hópi með áskoranir eða skilgreinda fötlun. Ekki er heimilt að sækja um fyrir almennum aðstoðarþjálfara inn á æfingar.
- Félagið/deildin skal leggja fram:
- Launaáætlun fyrir viðkomandi tímabil.
- Lýsingu á þörfinni og hvernig stuðningurinn verður nýttur í starfi.
- Sjóðurinn greiðir að fullu laun samkvæmt gildandi kjarasamningum eða samkomulagi við félagið.
4. Úthlutunarfyrirkomulag
- Hægt er að sækja um í sjóðinn hvenær sem er og mun stjórn USÚ taka afstöðu til umsóknarinnar eins fljótt og auðið er.
- Stjórn USÚ fer yfir allar umsóknir og metur þær út frá:
- Þörf einstaklings eða hóps.
- Gæðum umsóknar og skýrleika í áætlun.
- Árangri fyrri styrkveitinga, ef við á.
- Greitt verður úr sjóðnum í lok hvers tímabils, nema félag/deild óski eftir öðru fyrirkomulagi.
- Hægt er að úthluta hluta- eða heildarlaunum í samræmi við fjármagn sjóðsins.
5. Skil á gögnum og eftirfylgni
- Að loknu styrktartímabili skal senda eftirfarandi gögn til USÚ:
- Stutta skýrslu um hvernig stuðningurinn var nýttur og mat á árangri verkefnisins.
- Staðfestingu á greiddum launum til aðstoðarþjálfara. Staðfestingin getur verið í formi launaseðla eða staðfestingar frá bókara félagsins
- Vanræksla á skilum gagna getur haft áhrif á framtíðarstyrki.
6. Fjárhagslegt fyrirkomulag
- Sjóðurinn greiðir beint til viðkomandi aðildarfélags/deildar samkvæmt staðfestum gögnum.
- Öll útgjöld skulu vera í samræmi við lög og reglur um fjármál íþróttafélaga.
- Sjóðsstjórn skal á hverju ársþingi USÚ gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.
Samþykkt á fundi stjórnar USÚ, 20. október 2025.